Lækkun rakin til minni eftirspurnar

Reuters

Vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á dísilolíu síðustu daga hafa Bensínorkan, Skeljungur, Atlantsolía og N1 ákveðið að lækka verð á henni um 5 krónur. Almennt verð á dísil er eftir breytingu 159,10 krónur lítrinn hjá Orkunni, 162,80 krónur hjá Skeljungi, 159,20 krónur hjá Atlantsolíu og 162,8 krónur hjá N1.

Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra N1, skýrist lækkunin á heimsmarkaðsverði fyrst og fremst af minni eftirspurn í kjölfar efnahagslægðarinnar á heimsvísu. Einnig vinni það með neytendum að ekki hafi borið á vetrarhörkum í Bandaríkjunum.

Spurður um breytingar á bensínverði segir Magnús heimsmarkaðsverð á bensíni hafa verið á leiðinni upp að undanförnu, hafi t.d. hækkað um meira en 40% frá áramótun, en styrking íslensku krónunnar síðustu daga hafi gert það að verkum að hækkunin á heimsmarkaðsverði hafi ekki skilað sér út í verðlagninguna hérlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert