Landnámssetrið fékk eyrarrósina

Dorrit Mousaieff afhenti þeim Sigríði Margréti Guðmundsdóttur og Kjartani Ragnarssyni …
Dorrit Mousaieff afhenti þeim Sigríði Margréti Guðmundsdóttur og Kjartani Ragnarssyni eyrarrósina í dag. mbl.is/Golli

Landnámssetrið í Borgarnesi fékk í dag eyrarrósina, viðurkenningu sem veitt er fyrir menningarverkefni á landsbyggðinni. Með verðlaunagripnum, sem Steinunn Þórarinsdóttir gerði, fylgdi 1,5 milljóna króna fjárstyrkur til verkefnisins.

Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands settu eyrarrósina á stofn en verndari viðurkenningarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem afhenti eyrarrósina á Bessastöðum í dag.

Kjartan Ragnarsson, stjórnarformaður Landnámssetursins, sagði þegar hann tók við viðurkenningunni, að næsta frumsýning í setrinu yrði Sturlunga í meðförum Einars Kárasonar. 

Þrjú verkefni voru tilnefnd til eyrarrósarinnar 2009: Eyrbyggja, sögumiðstöð í Grundarfirði; Landsnámssetur Íslands í Borgarnesi og Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert