Loftmengun yfir heilsuverndarmörkum

Lík­legt er að loft­meng­un verði yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um í dag. Kalt er í lofti, lít­ill raki og logn og göt­ur þurr­ar.  Bæði svifryk (PM10) og köfn­un­ar­efn­is­díoxíð (NO2) gæti því farið yfir mörk­in við helstu um­ferðargöt­ur á höfuðborg­ar­svæðinu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá um­hverf­is­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Bílaum­ferðin er meg­in­or­sök loft­meng­un­ar í Reykja­vík og því er besta ráðið til að draga úr meng­un að hvíla bíl­inn í dag. Svifryks­meng­un (PM10) fer yfir heilsu­vernd­ar­mörk ef hún er yfir 50 míkró­grömm á rúm­metra á sól­ar­hring. Köfn­un­ar­efn­is­díoxíð (NO2) gæti einnig farið yfir klukku­tíma heilsu­vernd­ar­mörk í dag en mörk­in eru 110 míkró­grömm á rúm­metra og skap­ast helst af út­blæstri bif­reiða.

Fólk ætti því að huga að því að taka strætó í dag, ganga og hjóla til og frá vinnu og skóla en þó ekki meðfram mikl­um um­ferðargöt­um. Jafn­framt er mik­il­vægt að hafa far­ar­tæki ekki í lausa­gangi að óþörfu en kvart­an­ir hafa verið að ber­ast heil­brigðis­eft­ir­lit­inu að und­an­förnu um lausa­göngu far­ar­tækja. Þeir sem eru með viðkvæm önd­un­ar­færi ættu að forðast helstu um­ferðargöt­ur í dag.

Á há­degi í dag var hálf­tíma­styrk­ur svifryks (PM10) við Grens­ás­veg að meðaltali 171 míkró­grömm. míkró­grömm á rúm­metra og hálf­tíma­styrk­ur köfn­un­ar­efn­is­díoxíð (NO2) var 95,5 míkró­grömm á rúm­metra," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Á heimasíðu Um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs og Reykja­vík­ur­borg­ar er vef­mæl­ir sem sýn­ir svifryks­meng­un í Reykja­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert