Skerða lífeyri um allt að 10%

AP

Lífeyrisréttindi munu skerðast um fimm til tíu prósent að jafnaði á þessu ári vegna bankahrunsins í október, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mismunandi er eftir sjóðum hvort skerðing mun eiga sér stað. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna og sjóðir sveitarfélaga munu til að mynda ekkert þurfa að skerða en flestir þeirra sjóða sem starfa á almennum vinnumarkaði munu þurfa að gera það.

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna funduðu með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum í Stjórnarráðinu klukkan hálfsex á sunnudag.

Lífeyrissjóðirnir höfðu óskað eftir fundinum með nýju ríkisstjórninni til að ræða uppgjör á framvirkum gengissamningum sem þeir höfðu gert við föllnu bankana þrjá.

Samtals var virði samninganna um 67 milljarðar króna þegar bankarnir féllu en þá var gengisvísitalan 175. Hún er nú 193 og því ljóst að tap lífeyrissjóðanna myndi aukast töluvert ef gert yrði upp á því gengi. Hrafn segir að sjóðirnir vilji reyna að gera málið upp utan dómstóla. „Þessi mál eru nú í sérstakri skoðun í viðskipta- og fjármálaráðuneytinu. Það er ljóst að það eru margir í okkar röðum sem halda því fram að markaðsbrestur hafi átt sér stað og vilja því ekki gera upp þessa samninga. En við erum tilbúnir að gera það á genginu 175 til þess að forðast málaferli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert