Tekist verður á um Bakka

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra.
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra. mbl.is/Ómar

Eftir hádegið á morgun fer fram umræða utan dagskrár á Alþingi um áform ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Málshefjandi verður Ólöf Nordal, en Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra verður til andsvara.

Í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar kemur fram að engin ný áform um álver verði á dagskrá hennar. Má gera ráð fyrir því að tekist verði á um það hvað eru ný áform og hvað ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert