Veruleg aukning varð eftir hrun bankanna á fjölda fasteigna þar sem eigendaskipti á eign eða eignahluta fór fram innan sömu fjölskyldu, að því er kemur fram í tölum, sem Fasteignaskrá Íslands hefur birt og Greining Glitnis vitnar til.
Með fjölskyldu er átt við hjón eða sambúðarfólk og ólögráða börn þeirra.
Á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá hruni bankanna hafa 384 fasteignir þannig skipt um eigendur samanborið við 115 á sama tímabili árinu áður.
Fram kemur komið í fréttum, að margir yfirmenn banka og fjármálafyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum skráð eignarhlut sinn í fasteignum á maka sína.