Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Mousaieff, forsetafrú, heimsóttu Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag. Kynntu forsetahjónin sér þar nýjungar í kennsluaðferðum og skólastarfi en Hvolsskóli fékk Íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári. Skólinn átti einnig aldarafmæli árið 2008.
Forsetinn gaf sér góðan tíma til að kynna sér starfsemi skólans og ræða við nemendur. Nemendur sungu fyrir forsetahjónin og klöppuðu forsetahundinum Sámi sem er ættaður úr Rangárvallasýslu.