Kreppan selur íslenska tóna

00:00
00:00

Anna Hild­ur Hildi­brands­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Útflutn­ings­skrif­stofu ís­lenskr­ar tón­list­ar seg­ir banka­hrunið hafa já­kvæð áhrif á út­rás ís­lenskra tón­lista­manna. Þrír stór­ir samn­ing­ar við þekkta ís­lenska tón­lista­menn eru í burðarliðnum.  Hall­dór Guðmunds­son bók­mennta­fræðing­ur seg­ir að kast­ljósið á Íslandi núna auki for­vitni fólks um Ísland og geti þannig óbeint eflt ís­lensk­ar bók­mennt­ir. MBL sjón­varp ræddi við þau Önnu Hildi og Hall­dór þegar verk­efn­inu Norðrinu var hleypt af stokk­un­um á veit­inga­hús­inu Bost­on í dag.  Norðrið er sér­stakt kynn­ingar­átak fyr­ir ís­lenska tónlist í Þýskalandi en söng­kon­an Lay Low mun ríða á vaðið með tón­leika­ferð til Þýska­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert