Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar segir bankahrunið hafa jákvæð áhrif á útrás íslenskra tónlistamanna. Þrír stórir samningar við þekkta íslenska tónlistamenn eru í burðarliðnum. Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur segir að kastljósið á Íslandi núna auki forvitni fólks um Ísland og geti þannig óbeint eflt íslenskar bókmenntir. MBL sjónvarp ræddi við þau Önnu Hildi og Halldór þegar verkefninu Norðrinu var hleypt af stokkunum á veitingahúsinu Boston í dag. Norðrið er sérstakt kynningarátak fyrir íslenska tónlist í Þýskalandi en söngkonan Lay Low mun ríða á vaðið með tónleikaferð til Þýskalands.