Spá áframhaldandi samdrætti í fjárfestingu á íbúðamarkaði

Spá hag­deild­ar ASÍ ger­ir ráð fyr­ir tæp­lega helm­ings sam­drætti í fjár­fest­ingu á íbúðamarkaði á þessu ári. Á ár­inu 2010 mun fjár­fest­ing í íbúðar­hús­næði enn drag­ast sam­an um tæp 8% en aukast svo á ný á ár­inu 2011 um tæp 7%.

„Eft­ir mik­inn upp­gangs­tíma á fast­eigna­markði á und­an­förn­um árum þar sem byggt var íbúðar­hús­næði langt um­fram þarf­ir markaðar­ins hef­ur nú orðið viðsnún­ing­ur. Viðskipti með fast­eign­ir hafa deg­ist veru­lega sam­an og velta á fast­eigna­markaði á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur minnkað um 85% frá því í árs­byrj­un 2008.

Lítið virðist um bein­ar söl­ur á íbúðar­hús­næði um þess­ar mund­ir og þau viðskipti sem eiga sér stað eru að mestu maka­skipti aðila á eign­um. Fram­boð á nýju óseldu íbúðar­hús­næði er mikið og áætlað hef­ur verið að um 2.000 íbúðir standi auðar og óseld­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Fast­eigna­verð skv. vísi­tölu íbúðaverðs hef­ur á síðustu 12 mánuðum lækkað um 2-3% að nafn­v­irði en á sama tíma hef­ur al­mennt verðlag hækkað um 18%. Rekst­ur margra bygg­ing­ar­fyr­ir­tækja er af þess­um sök­um mjög erfiður og óvissa mik­il. Sam­kvæmt áætl­un dróst fjár­fest­ing í íbúðar­hús­næði sam­an um 32% á síðasta ári."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert