Sturlu bannað að þeyta lúðra

Sturla Jónsson vörubifreiðastjóri var tekinn til bæna af lögreglu fyrir að vera með hávaða fyrir utan Seðlabankann í morgun. Þá voru gerðir upptækir loftlúðrar sem hann hafði meðferðis. Lögregla dreifði blaði meðal mótmælenda þar sem fram kemur að bannað sé að vera með læti á almannafæri.

Um þrjátíu til fjörutíu manns héldu mótmælum áfram við Seðlabankann í morgun. Hundurinn Fídel sem heitir í höfuðið á byltingarforingjanum tók þátt í mótmælunum en stressaðist við hávaðann og fór rakleiðis inn í Seðlabankann og blandaði sér í hóp lögreglumanna sem tóku honum vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert