„Það allra versta í 28 ár“

116 sóttu um 20 störf í Hlíðarfjalli í vetur
116 sóttu um 20 störf í Hlíðarfjalli í vetur mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þetta er það allra versta sem ég hef séð í 28 ár. Það er eng­in spurn­ing. Staðan er öm­ur­leg, það er aðeins eitt orð yfir hana,“ seg­ir Þórir Þor­varðar­son, ráðning­ar­stjóri hjá Hagvangi, sem dreg­ur upp dökka mynd af vinnu­markaðnum.

„Ástandið síðan í haust er ekk­ert sam­bæri­legt við það sem hún hef­ur verið síðustu þrjú til fjög­ur ár,“ seg­ir Þórir, sem tel­ur sam­drátt­inn í fjölda aug­lýstra starfa nema 70-80%.

Nú séu á milli 3.000 og 4.000 skráðir í at­vinnu­leit hjá Hagvangi.

Gunn­ar Haugen, fram­kvæmda­stjóri Capacent Ráðninga, kveðst ekki hafa á reiðum hönd­um hver sam­drátt­ur­inn sé í pró­sent­um.

„Það er vissu­lega sam­drátt­ur. Við erum ekki að aug­lýsa nærri því jafn mikið af störf­um og við höf­um gert.“

Gunn­ar tek­ur hins veg­ar fram að árin 2007 og 2008 hafi verið „frá­viks­ár í eft­ir­spurn eft­ir vinnu­afli“.

„Ef maður miðar við það verður allt sem kem­ur á eft­ir minna, en ég hugsa að þetta sé ekk­ert ólíkt því sem var 2004 og 2005. Við erum að hverfa aft­ur til þess­ara ára í fjölda starfsaug­lýs­inga,“ seg­ir Gunn­ar.

Marg­ir um hvert starf á Ak­ur­eyri

Þannig lögðu alls 116 um­sækj­end­ur fram um­sókn­ir í um 20 stöður lyftu­v­arða, matráðs, svæðis­stjóra, tækja­manns og um­sjón­ar­fólks með miðasölu, að sögn Höllu Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur, starfs­manna­stjóra Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar.

Ak­ur­eyr­ing­ar sýndu einnig mik­inn áhuga á lausri stöðu í versl­un Benett­on á Gler­ár­torgi, þar sem um 50 manns sóttu um hana.

Með líku lagi sótti hóp­ur fólks um starf í af­greiðslu í Kristjáns­baka­ríi og vakti at­hygli á hversu breiðu ald­urs­bili um­sækj­end­ur voru.

Hjá Heru Krist­ínu Óðins­dótt­ur, aug­lýs­inga­stjóra hjá Dag­skránni, feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að inn­an við fimm störf hefðu verið aug­lýst í blaðinu frá ára­mót­um. Greini­legt væri að slík­um aug­lýs­ing­um hefði fækkað miðað við síðustu ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert