Unnið að endurreisn kerfisins

Mats Josepsson kynnir starf nefndar sem vinnur að endurreisn fjármálakerfisins.
Mats Josepsson kynnir starf nefndar sem vinnur að endurreisn fjármálakerfisins. mbl.is/Kristinn

Mats Josepsson, formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um endurreisn fjármálakerfisins, er þessa stundina að gera grein fyrir störfum nefndarinnar á blaðamannafundi.  

Nefndin var skipuð til að vinna að því verkefni samkvæmt samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Josefsson var ráðinn til að aðstoða ríkisstjórnina við að takast á við vanda bankakerfisins og hefur nú verið skipaður formaður nefndar um endurreisn fjármálakerfisins. Nefndin ber ábyrgð á þróun heildarstefnu um endurbyggingu bankakerfisins, framkvæmd hennar og samræmingu. Í nefndinni sitja fulltrúar allra viðeigandi aðila sem koma að meðferð bankamála.

Í starfsáætlun nefndarinnar, sem kynnt var í dag, er fjallað um þau grundvallaratriði, sem ríkisstjórnin þarf að takast á við. Í áætluninni kemur fram að þau vandamál sem upp komu í kjölfar bankakreppunnar í upphafi október 2008 hafi haft áhrif á allar greinar efnahagslífsins og að þau muni áfram hafa áhrif á efnahagslífið.

Varðandi sérstök atriði er eftirfarandi lagt til.

  • Starfandi bankar verði endurreistir af ríkisstjórninni, bæði rekstrarlega og fjárhagslega.
  • Komið verði á fót eignasýslufélagi,  sem muni hafa það hlutverk, annars vegar, að styðja endurreisn stærri fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku efnahagslífi og, hins vegar, að endurskipuleggja félög og bjarga verðmætum sem glatast ef félögum fara í þrot.
  • Ríkisstjórnin taki við hlutverki eigenda bankanna og láti bankana vita að viðskipti eigi ekki að ganga fyrir sig með sama hætti og áður.
  • Stjórnendur banka geri sér grein fyrir því nýja umhverfi sem þeir starfa í og leggi sitt að mörkum og styðji ríkisstjórnina við að koma stefnumálum hennar, varðandi endurreisn efnahagslífsins í framkvæmd.
  • Endurbættur verði laga- og framkvæmdarammi varðandi uppgjör gömlu bankanna.
  • Skipting verðmæta, sem fást við sölu eigna gömlu bankanna, á milli kröfuhafa verði sanngjörn, réttlát og gagnsæ.
  • Íhugað verði að setja upp sjálfstætt eignarhaldafélag sem fari með hlutabréf ríkisins í bönkum og fjármálastofnunum.
  • Mótuð verði afstaða til framtíðareignarhalds á fjármálastofnunum, m.a. hugsanlega sölu hlutabréfa.
  • Settar verði reglur og eftirlitsrammi í samræmi við það sem gerist best alþjóðlega. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert