Verðlaunaður fyrir björgunarafrek

Magnús Þór Óskarsson var útnefndur Skyndihjálparmaður ársins 2008. Hann er …
Magnús Þór Óskarsson var útnefndur Skyndihjálparmaður ársins 2008. Hann er til vinstri á myndinni ásamt Hannesi Ragnarssyni sem hann bjargaði. mbl.is/Júlíus

Magnús Þór Óskarsson tók við viðurkenningu Rauða kross Íslands sem Skyndihjálparmaður ársins 2008 fyrir hárrétt viðbrögð á neyðarstund á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn. 

Hannes Ragnarsson hafði skilið bifreið sína eftir í gangi á bílastæði við bifreiðaskoðunina Frumherja og var að teygja sig inn í hann til að drepa á honum en rakst þá í sjálfskiptinguna. Bíllinn fór af stað og bakkaði á fullri ferð á kyrrstæða bifreið. Hannes kastaðist út og festist milli bifreiðanna. Magnús náði að komast að Hannesi úr bílstjórasætinu og blés í hann þar til hjálp barst. Magnús þykir hafa unnið þrekvirki við björgunina og þakkar hann rétt viðbrögð því að hafa tekið þátt í skyndihjálparnámskeiðum.

Á hátíðardagskrá 112-dagsins var Sigurði Viðari Ottesen, neyðarverði, veitt viðurkenning fyrir árangur í starfi. Þá fengu 15 börn af höfuðborgarsvæðinu  verðlaun í eldvarnargetraun Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna en alls fengu 33 börn verðlaunin á landsvísu. Auk þess kom Lögreglukórinn fram og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flutti erindi.

Verðlaunaþegar í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Verðlaunaþegar í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. mbl.is/Júlíus
Sigurður Viðar Ottesen, neyðarvörður, fékk viðurkenningu fyrir árangur í starfi. …
Sigurður Viðar Ottesen, neyðarvörður, fékk viðurkenningu fyrir árangur í starfi. Með honum á myndinni er Dagný Halldórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert