Eitt hænufet til Evrópu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Samfylkingin hafi komist eitt hænufet með Vinstri grænum en ekkert með Sjálfstæðismönnum. Sjálfstæðisflokkurinn logi í illdeilum vegna Evrópumála og fyrrverandi ráðherra hans hafi enda lýst því yfir að það væri mikil hætta á að flokkurinn klofnaði. 

Þetta kom fram í svari ráðherrans þegar Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vildi vita í umræðum á Alþingi í dag með hvaða rétti hann héldi því fram að Samfylkingin hefði náð lengra í Evrópumálum með VG.  Guðlaugur Þór sagði að það hefði komið mörgum Vinstri grænum á óvart, að ríkisstjórnin hefði tekið stefnuna á Evrópu.

Össur sagði núverandi ríkisstjórn taka á málinu með því að ætla að breyta stjórnarskrá þannig að auðlindir verði sameign þjóðarinnar. Þá eigi að breyta stjórnarskrá þannig að að það nægi að greiða atkvæði á alþingi um aðildarviðræður og staðfesta það síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur bætti við að bæði þessi mál hefðu verið í undirbúningi í síðustu ríkisstjórn En Sjálfstæðisflokkurinn hafi hlaupist frá þeim, eins og öllu sem tengist Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn vegna innri misklíðar, væri ekki stjórntækur flokkur. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert