Flest stofnuð af íslenskum bönkum í Lúxemborg

Starfsemi félaga sem skráð eru á Tortola eru meðal verkefna …
Starfsemi félaga sem skráð eru á Tortola eru meðal verkefna sem bíða sérstaks saksóknara. mbl.is/Kristinn

Flest þeirra félaga, sem íslenskir aðilar áttu á Tortola-eyjum, voru stofnuð af dótturfélögum bankanna erlendis, helst í Lúxemborg. Því eru upplýsingar um þau ekki skráð í Fyrirtækjaskrá á Íslandi.

Herma heimildir Morgunblaðsins að langflest þessara félaga hafi verið stofnuð í Kaupþingi í Lúxemborg. Stofnun félaganna hófst um miðjan tíunda áratuginn þegar íslensk fjármálafyrirtæki fóru að bjóða stórum viðskiptavinum sínum að láta söluhagnað af hlutabréfaviðskiptum renna inn í slík félög. Var þetta gert til að minnka skattgreiðslur vegna hagnaðar af hlutabréfaviðskiptum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert