Föst í of lítilli íbúð

Rakel Sölvadóttir
Rakel Sölvadóttir mbl.is/Árni Sæberg

Móðir tveggja barna, Rakel Sölvadóttir, lýsir því hvernig fjölskyldan er fangi í of lítilli íbúð. Hún keypti þriggja herbergja íbúðina árið 2004, stendur í skilum, en þrátt fyrir að hafa greitt af fjörutíu ára lánunum í fimm ár hafa þau hækkað um átta milljónir króna.

Hún vill gjarnan stækka við sig, þar sem börnin hennar tvö deila herbergi, en telur að búðin sé nú vart meira en 24 milljóna virði en lánið er orðið 30 milljónir. Hún efast um að sér tækist að selja þótt hún vildi taka á sig tapið og sér því fram á að búa í íbúðinni til frambúðar. „Þannig að eins og ég segi, ég er bara föst.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert