Fyrsta loðnan til Eyja

Kap við bryggjuna í gærkvöldi
Kap við bryggjuna í gærkvöldi mynd/eyjafrettir.is

Kap VE kom í gær­kvöldi með um 400 tonn af loðnu til Vest­manna­eyja, sem var landað í Vinnslu­stöðinni.

Loðnuna fengu skip­verj­ar í þrem­ur köst­um en kastað var við Alviðru í tvígang sem litlu skilaði. Þriðja kastið var reynt vest­ur að Vík og það var gott en Kap þurfti að gefa frá sér um 300 tonn þar sem skipið mátti ekki koma með meira en 400 tonn í land.

Loðnan er kæld niður í -1° en áhöfn­in á Kap þurfti að bíða fyrst eft­ir að komið var á miðin þar sem kæli­sjór­inn var ekki orðinn nógu kald­ur. 

Loðnan verður öll fryst fyr­ir Jap­ans­markað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert