Kap VE kom í gærkvöldi með um 400 tonn af loðnu til Vestmannaeyja, sem var landað í Vinnslustöðinni.
Loðnuna fengu skipverjar í þremur köstum en kastað var við Alviðru í tvígang sem litlu skilaði. Þriðja kastið var reynt vestur að Vík og það var gott en Kap þurfti að gefa frá sér um 300 tonn þar sem skipið mátti ekki koma með meira en 400 tonn í land.
Loðnan er kæld niður í -1° en áhöfnin á Kap þurfti að bíða fyrst eftir að komið var á miðin þar sem kælisjórinn var ekki orðinn nógu kaldur.
Loðnan verður öll fryst fyrir Japansmarkað.