Harður árekstur skammt frá Hvammstanga

Fjórir þurftu að leita sér læknisaðstoðar eftir að tveir bílar rákust saman á þjóðvegi 1 skammt austan við Hvammstanga um áttaleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi slapp fólkið ótrúlega vel miðað við aðstæður.

Lögreglan segir að flutningabíll hafi verið stopp á veginum. Fólksbifreið hafi komið aðvífandi og þurft að stöðva snögglega. Önnur bifreið kom rétt á eftir henni og rakst á þá fyrri með þeim afleiðingum að báðir bílarnir höfnuðu utan vegar. Ekki liggur fyrir hvers vegna flutningabílinn var stopp.

Þrír voru í annarri bifreiðinni og ökumaðurinn var einn í hinni. Allir fóru á heilsugæslustöðina á Blönduósi til skoðunar.

Að sögn lögreglu var ísing á veginum. Þá eru báðir fólksbílarnir ónýtir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert