Jóhanna hringi í Gordon Brown

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði í efnahagsumræðunni á Alþingi í dag, að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eigi að setja það í forgang að hringja langlínusímtal í Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Í viðtali á BBC í morgun hafi Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra upplýst að hann hafi ekki rætt við Brown frá því að bankahrunið varð.

Jón vill að Jóhanna fái úr því skorið hvernig á því stóð að Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögunum á sínum tíma. Þetta geti skipt höfuðmáli um það hvernig Íslendingar hagi málum sínum vegna Icesave deilunnar og hvort þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert