Nokkrir strákar úr 6. flokki KA í fótbolta hittu bæjarstjórann á Akureyri, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, í gær og mótmæltu því að í sparnaðarskyni hafði verið skrúfað fyrir hitann undir sparkvöllum bæjarins og hætt að lýsa vellina upp. Þeir segjast eyða a.m.k. tveimur tímum á dag á vellinum við Brekkuskóla.
„Kreppan er ekki okkur að kenna,“ sagði einn þeirra. Sigrún tók strákunum vel en lofaði engu.