Læknar sem vinna miklu hraðar

Aðgerð á sjúkrahúsi getur tekið afar mismunandi tíma eftir því hvaða sérfræðilæknir á í hlut. Árni Sverrisson framkvæmdastjóri St. Jósepsspítala segir duglegustu læknana vinna svokölluð ferliverk en um daginn var bent á að einn sérfræðingur gæti haft 24 milljónir fyrir ígildi sextíu prósenta starfs.

Hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk sem vinna við hlið læknanna bera hins vegar ekkert meira úr býtum þótt aðgerðirnar séu helmingi fleiri.

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra heimsótti St. Jósepsspítala í gær en hann hefur lýst því yfir að hann ætli að skoða hvernig einkarekstri og hefðbundnum rekstri sé blandað saman með það að leiðarljósi að jafna kjörin. MBL sjónvarp fylgdist með heimsókn ráðherrans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka