Niðursveiflan meiri

Jóhanna Sigurðarsdóttir.
Jóhanna Sigurðarsdóttir. mbl.is/Golli

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að niður­sveifl­an í efna­hags­líf­inu virt­ist ætla að verða meiri en áður var talið og at­vinnu­leysið auk­ist hraðar en áður var ótt­ast. Úrlausn­ar­efn­in þyldu enga bið og stjórn­mála­menn yrðu að láta af karpi.

Jó­hanna sagði, að metnaðarfull­um mark­miðum í áætl­un sem unn­in var í sam­vinnu við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hafi því miður ekki verið fylgt eft­ir af nægi­leg­um krafti vegna ákv­arðana­fælni og seina­gangs í síðustu rík­is­stjórn. Þeirri vinnu hefði nú verið hraðað.

Verið er að ræða utan dag­skrár á Alþingi um efna­hags­mál að ósk Geirs H. Haar­de, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Geir sagði að sumt af því, sem gert hefði verið á fyrstu dög­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, boðaði ekki gott og hann óttaðist að mik­il­væg­um atriðum verði drepið á dreif með því að ráðstafa tíma þings­ins á næst­unni í breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá og kosn­inga­lög­um sem kunna að verða mjög tíma­frek­ar.  

Geir sagði að standi rík­is­stjórn­in við áætlan­ir fyrri rík­is­stjórn­ar um sam­starf við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sé engu að kvíða en frek­ari lána­fyr­ir­greiðsla sé háð end­ur­mati Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Það valdi áhyggj­um, að stjórn­ar­flokk­arn­ir hafi mis­mun­andi af­stöðu og sýn á sam­starfið við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn.

Geir sagði það lyk­il­atriði að vel tak­ist til um end­ur­reisn bank­anna og kom­ist bank­arn­ir á starf­hæf­an grund­völl mun það hafa já­kvæð áhrif á at­vinnu­lífið. Því sé ótrú­legt að nýja rík­is­stjórn­in skyldi láta verða það eitt fyrsta verk að stugga við stjórn­ar­for­mönn­um Nýja Glitn­is og Nýja Kaupþings.  Rík­is­stjórn­in beri alla ábyrgð á því ástandi, sem skap­ast hafi í banka­stjórn­un­um.

Þá sagði Geir að sam­ræm­ing­ar­nefnd, sem starfað hef­ur á veg­um stjórn­ar­ráðsins og kynnti starfs­áætl­un í gær, hafi gegnt al­geru lyk­il­hlut­verki í stjórn­kerf­inu frá því bank­arn­ir hrundu. Ráðuneyt­is­stjór­ar for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins og fjár­málaráðuneyt­is­ins hefðu verið al­ger­ir lyk­il­menn í þeirri nefnd og haft full­komna yf­ir­sýn yfir alla þætti flók­inna mála sem komu upp eft­ir fall bank­anna. Því væri hörmu­legt og full­kom­lega óskilj­an­legt að þeim hafi nú verið vikið til hliðar í ráðuneyt­un­um.

Jó­hanna sagði að láta þyrfti verk­in tala mun hraðar en gert hafi verið. Vitnaði hún til orða Mats Joseps­sons, for­manns sam­ræm­ing­ar­nefnd­ar­inn­ar, á blaðamanna­fundi í gær, að  stjórn­völd hér á landi hafi ekki gætt hags­muna rík­is­ins nógu vel.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði ekki ósann­gjarnt að segja að 99,5% af aðstæðunum á Íslandi nú skrifaðist á reikn­ing fyrri rík­is­stjórna. Þá vísaði á bug sög­um um hreins­an­ir í stjórn­kerf­inu.

Sagðist Stein­grím­ur vera undr­andi yfir því hvernig Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn reyndi að leggja sitt að mörk­um með flug­elda­sýn­ing­um og ólát­um. „Það ein­fald­lega birt­ist manni þannig að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætli að míga í alla brunna sem hann sér og kveikja í öllu heyi sem hann finn­ur.  Það er fram­lag hans til stöðug­leik­an í land­inu," sagði Stein­grím­ur og bætti við að svo virt­ist sem flokk­ur­inn hafi meiri áhyggj­ur af at­vinnu tveggja flokks­gæðinga en at­vinnu­leysi 13-14 þúsund manns.

Geir H. Haarde.
Geir H. Haar­de. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert