Dómur þyngdur vegna manndráps af gáleysi

Hús Hæstaréttar Íslands.
Hús Hæstaréttar Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir karlmanni um tvítugt sem fundinn var sekur um manndráp af gáleysi. Maðurinn var í héraði dæmdur í sex mánaða fangelsi en Hæstiréttur dæmdi hann til níu mánaða fangelsisvistar, sex mánuðir eru þó bundnir skilorði.

Málsatvik voru þau að pilturinn ók bifreið sinni eftir Garðvegi 16. ágúst 2006, langt yfir leyfilegum hámarkshraða og án aðgæslu yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann lenti þar í
árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður og farþegi í bifreiðinni létust af áverkum sem þeir hlutu við áreksturinn. Pilturinn slasaðist einnig, hlaut heilamar og heilahristing.

Pilturinn neitaði sök en hann hefur ekki getað lýst atvikum vegna minnisleysis. Vitni og doktor í vélaverkfræði gátu hins vegar rakið atburðarásina og aksturslag piltsins. Samkvæmt greinargerð var bifreiðin
líklega á 128 km hraða fyrir hemlun. Lágmarkshraði er sagður 114 km/klst en mögulegur hámarkshraði 139 km/klst. Talið er fullvíst að hinum bílnum hafi verið ekið á um 80 km hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert