Tvö hænufet og tvíhöfða þurs

Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi.
Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra að því á Alþingi í morg­un, hvaða Evr­ópukúrs hefði verið tek­inn í nýrri rík­is­stjórn, sem ekki var tek­inn í sam­starf­inu með Sjálf­stæðis­flokkn­um.

Vitnaði þingmaður­inn í út­varps­viðtal, þar sem hann sagði að Össur hefði full­yrt að Sam­fylk­ing­in hefði náð miklu lengra með mál­efni Evr­ópu­sam­bands­in í sam­starfi við Vinstri-græna og væri þar ólíku sam­an að jafna við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Fróðlegt væri að vita í hverju þessi ár­ang­ur fæl­ist.

Össur svaraði því til að tvö hænu­fet hefðu verið stig­in í átt til Evr­ópu­sam­bands­ins í hinu nýja sam­starfi, sem ekki hafi verið hægt að stíga með Sjálf­stæðis­flokkn­um. Ann­ars veg­ar að breyta eigi stjórn­ar­skrá með þeim hætti að auðlind­ir verði þar gerðar að sam­eign þjóðar­inn­ar. „Það er for­senda þess að hægt sé að ganga í Evr­ópu­sam­bandið með fullri reisn,“ sagði Össur.

Í öðru lagi sé það lagt til að breyt­ing­ar­ferli stjórn­ar­skrár verði breytt. Nán­ar til tekið með þeim hætti að Alþingi greiði at­kvæði um stjórn­ar­skrár­breyt­ingu, þá sé boðað til kosn­inga og að um leið fari stjórn­ar­skrár­breyt­ing­in í þjóðar­at­kvæði..

Sagði Össur að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði ekk­ert getað gert í Evr­ópu­mál­um nema að búa til „tví­höfða þurs“, eins og hann kallaði Evr­ópu­nefnd flokks­ins. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé ekki stjórn­tæk­ur flokk­ur vegna innri mis­klíða í Evr­ópu­mál­um. Vitnaði hann í Björn Bjarna­son, þing­mann og fyrr­ver­andi dóms- og kirkju­málaráðherra, sem hafi í tvígang sagt hættu á því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn klofnaði vegna af­stöðunn­ar til ESB.

Guðlaug­ur Þór sagði hins veg­ar eft­ir svar ráðherr­ans að greini­legt væri að mik­ill tauga­titr­ing­ur væri í þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þegar Evr­ópu­mál­in bæri á góma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert