Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ábendingar AlÞjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) fremur styrkja seðlabankafrumvarpið en hitt. Hún segir að þingið ákveði nú hvort breyta skuli frumvarpinu. Jóhanna segist hafa skoðað hæfniskröfur til seðlabankastjóra í 38 löndum og þar sé oftast krafist meistara eða doktorsprófs í hagfræði.
Birgir Ármannsson sem situr í viðskiptanefnd Alþingis sagði við mbl.is í morgun að hann telji í ljósi athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og raunar fleiri athugasemda sem hafa komið fram, að það þurfi með einhverjum hætti að hugsa þetta mál upp á nýtt. „Jafnvel að leggja núverandi stjórnarfrumvarp til hliðar og skrifa nýtt.“