Ábendingar IMF styrkja frumvarpið

00:00
00:00

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir ábend­ing­ar AlÞjóða gjald­eyr­is­sjóðsins (IMF) frem­ur styrkja seðlabankafrum­varpið en hitt. Hún seg­ir að þingið ákveði nú hvort breyta skuli frum­varp­inu. Jó­hanna seg­ist hafa skoðað hæfnis­kröf­ur til seðlabanka­stjóra í 38 lönd­um og þar sé oft­ast kraf­ist meist­ara eða doktors­prófs í hag­fræði.

Birg­ir Ármanns­son sem sit­ur í viðskipta­nefnd Alþing­is sagði við mbl.is í morg­un að hann telji í ljósi at­huga­semda Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, og raun­ar fleiri at­huga­semda sem hafa komið fram, að það þurfi með ein­hverj­um hætti að hugsa þetta mál upp á nýtt. „Jafn­vel að leggja nú­ver­andi stjórn­ar­frum­varp til hliðar og skrifa nýtt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert