Ábendingar IMF styrkja frumvarpið

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ábendingar AlÞjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) fremur styrkja seðlabankafrumvarpið en hitt. Hún segir að þingið ákveði nú hvort breyta skuli frumvarpinu. Jóhanna segist hafa skoðað hæfniskröfur til seðlabankastjóra í 38 löndum og þar sé oftast krafist meistara eða doktorsprófs í hagfræði.

Birgir Ármannsson sem situr í viðskiptanefnd Alþingis sagði við mbl.is í morgun að hann telji í ljósi athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og raunar fleiri athugasemda sem hafa komið fram, að það þurfi með einhverjum hætti að hugsa þetta mál upp á nýtt. „Jafnvel að leggja núverandi stjórnarfrumvarp til hliðar og skrifa nýtt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert