Áburður hækkar um helming

Áburður hækkar verulega í verði í vor.
Áburður hækkar verulega í verði í vor.

Fóðurblandan hefur sent viðskiptavinum sínum verðlista yfir áburð fyrir árið 2009. Fram kemur á fréttavef Bændablaðsins, að  veruleg verðhækkun sé á áburði frá síðasta vori hjá fyrirtækinu og hækki algengar tegundir

Þannig mun tonnið af Magna 1 kosta 59.800 krónur ef 10 prósenta pöntunarafslátur er reiknaður inn í verðið. Í fyrra var verðið 38.500 krónur. Hækkunin á milli ára er því 55,3 prósent.

Tonn af Græði 9 kostar með 10 prósent pöntunarafslætti 72.390 krónur en kostaði í fyrra 49.400 krónur. Er það hækkun um 46,5 prósent. 


Vefur Bændablaðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka