Fjármálaefirlitið skoði málið

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að ef peningaþvætti hafi verið stundað á Íslandi komi það í ljós í þeirri rannsókn sem sé í gangi um bankahrunið. Rússneski kaupsýslumaðurinn Boris Berezovsky fullyrti gærkvöldi, í viðtali á Sky sjónvarpsstöðinni, að rússnesk stjórnvöld hafi stundað peningaþvætti á Íslandi.

Össur segir engu að síður, að Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða málið þegar svona ásakanir komi fram.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að íslensk yfirvöld hafi í aðalatriðum sömu tæki til að kljást við peningaþvætti og yfirvöld í öðrum löndum. Hann segist ekki geta sagt hvort ummæli eins manns gefi tilefni til sérstakrar rannsóknar. Um leið og eitthvað sé handfast verði að gera það. Peningaþvætti sé allstaðar tekið mjög alvarlega. 

Sjá MBL sjónvarp.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert