Fjármálaefirlitið skoði málið

00:00
00:00

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að ef pen­ingaþvætti hafi verið stundað á Íslandi komi það í ljós í þeirri rann­sókn sem sé í gangi um banka­hrunið. Rúss­neski kaup­sýslumaður­inn Bor­is Berezov­sky full­yrti gær­kvöldi, í viðtali á Sky sjón­varps­stöðinni, að rúss­nesk stjórn­völd hafi stundað pen­ingaþvætti á Íslandi.

Össur seg­ir engu að síður, að Fjár­mála­eft­ir­litið hljóti að skoða málið þegar svona ásak­an­ir komi fram.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, seg­ir að ís­lensk yf­ir­völd hafi í aðal­atriðum sömu tæki til að kljást við pen­ingaþvætti og yf­ir­völd í öðrum lönd­um. Hann seg­ist ekki geta sagt hvort um­mæli eins manns gefi til­efni til sér­stakr­ar rann­sókn­ar. Um leið og eitt­hvað sé hand­fast verði að gera það. Pen­ingaþvætti sé allstaðar tekið mjög al­var­lega. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert