Lækka leigugreiðslu af bílasamningum

Friðrik Tryggvason

Glitn­ir fjár­mögn­un hef­ur ákveðið að bjóða þeim viðskipta­vin­um sem eru með bíla­samn­inga í er­lendri mynt skil­mála­breyt­ingu sem fel­ur í sér tíma­bundna lækk­un á leigu­greiðslu í 8 mánuði og leng­ingu á samn­ingi um fjóra mánuði.

Lækk­un­in er um 50% miðað við fulla leigu­greiðslu í janú­ar 2009 og verður greiðslan föst krónu­tala þá 8 mánuði sem um ræðir. Hingað til hef­ur Glitn­ir Fjár­mögn­un boðið viðskipta­vin­um sín­um sem eru með bíla­samn­inga í er­lendri mynt að greiða ein­göngu vexti af samn­ingn­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Glitni. Í til­kynn­ing­unni er tekið dæmi af leigu­greiðslu sem var kr. 100.000 í janú­ar 2008 var orðin u.þ.b. kr. 175.000 í janú­ar 2009. Lækk­un á leigu­greiðslum um 50% miðað við janú­ar 2009, þýðir að leigu­greiðslan verður kr. 87.500 næstu átta mánuði.

Þessi breyt­ing er þeim sem eru að fá skil­mála­breyt­ingu í fyrsta skipti að kostnaðarlausu en kost­ar kr. 2.900 fyr­ir þá sem eru að fá breyt­ingu í annað sinn. Hægt verður að sækja um þessa skil­mála­breyt­ingu á heimasíðu Glitn­is fjár­mögn­un­ar frá og með þriðju­deg­in­um 17. fe­brú­ar.

Ingvar Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Glitn­is fjár­mögn­un­ar, seg­ir í til­kynn­ingu: ,,Það er ljóst að gríðarleg veik­ing krón­unn­ar hef­ur haft afar nei­kvæð áhrif á marga af okk­ar viðskipta­vin­um. Marg­ir þeirra hafa orðið fyr­ir kjara­skerðingu vegna at­vinnum­issis, skertra launa eða lægra starfs­hlut­falls og hef­ur greiðslu­geta þeirra því minnkað sam­fara því. Við höf­um á síðustu mánuðum unnið að skil­mála­breyt­ing­um fyr­ir fjöl­marga viðskipta­vini okk­ar. Með þess­ari lausn erum við að reyna að koma enn frek­ar til móts við þarf­ir þeirra.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert