Leggur til afnám laga um eftirlaun ráðamanna

Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi
Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi Mbl.is/ Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp til laga um afnám laga um eftirlaun forseta Ísland, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað felist í frumvarpinu.

Alþingi samþykkti þann 22. desember sl. breytingar á eftirlaunalögum frá árinu 2003 en þau hafa valdið miklum deilum í samfélaginu. Þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt lýst yfir ánægju með frumvarpið vildi stjórnarandstaðan, á þeim tíma, hins vegar ganga lengra og láta æðstu ráðamenn greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Lögin sem samþykkt voru þann 22. desember

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert