Mótmæla heimsókn Dalai Lama til Íslands

Dalai Lama.
Dalai Lama. Reuters

Fulltrúar frá kínverska sendiráðinu á Íslandi áttu fund með íslenskum yfirvöldum fyrr í vikunni þar sem komu Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbets, til Íslands var mótmælt.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu útskýrðu íslensk yfirvöld fyrir kínversku fulltrúunum að heimsóknin væri ekki opinber og ekki á vegum íslenska ríkisins.

Dalai Lama er væntanlegur í sína fyrstu heimsókn til Íslands dagana 1. til 3. júní næstkomandi. Dalai Lama, sem hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels, mun halda fyrirlestur í Laugardalshöll 2. júní um lífsgildi, viðhorf og leiðir til lífshamingju, ásamt því að svara fyrirspurnum gesta.

Félagið Dalai Lama á Íslandi stendur fyrir heimsókninni og hefur annast undirbúning hennar undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka