Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari á efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra segir engar ábendingar hafa borist embættinu sem styðji það sem Boris Berezovsky hélt fram í viðtali á Sky um peningaþvætti rússneskra auðmanna á Íslandi. Hins vegar geti svona starfsemi vel geta hafa farið fram án þess að lögregla frétti af því.

Samkvæmt lögum ber fjármálafyrirtækjum og öðrum að tilkynna grun um peningaþvætti til Fjármálaeftirlitsins og sérstakrar peningaþvættisskrifstofu hjá embætti ríkislögreglustjóra. En Helgi Magnús segist óttast, að fjármálafyrirtæki hafi á síðustu árum ekki sinnt skyldu sinni að tilkynna grun um umfangsmikið peningaþvætti eða verið á varðbergi gagnvart vafasömum viðskiptum og millifærslum milli landa. Meira hafi verið tilkynnt um smærri mál með litlum fjárhæðum tengdum fíkniefnaviðskiptum, þegar komið hefur verið í útibú með plastpoka fulla af peningum.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu á morgun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert