Seinkun á flugi til Lundúna

Flug­vél Ice­land Express frá Stan­sted flug­velli við Lund­úna­borg sem átti að lenda klukk­an tvö í nótt lend­ir ekki fyrr en klukk­an 13:00 í dag. Eins hef­ur flugi til Stan­sted sem átti að fara héðan klukk­an 7:30 verið seinkað til klukk­an 14:00. Ástæðan fyr­ir seink­un­inni er snjó­koma á flug­vell­in­um.

Seg­ir á vefn­um Icenews að farþegar sem voru á leið til Íslands í gær­kvöldi hafi verið komn­ir um borð í vél Ice­land Express þegar hætta þurfti við brott­för vegna snjó­komu. Var snjó­kom­an of mik­il til þess að starfs­menn flug­um­sjón­ar gætu fylgst með flug­taki vél­ar­inn­ar.

Meðal farþega í vél­inni var hóp­ur enskra mennta­skóla­nema sem ætluðu að eiga langa helgi á Íslandi. Ljóst er að dvöl­in á Íslandi verður mun styttri held­ur en til stóð.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Icenews frá for­svars­mönn­um Stan­stead flug­vall­ar átti að rigna sam­kvæmt veður­spá. Hins veg­ar breytt­ist rign­ing­in í snjó­komu og kom í veg fyr­ir brott­för flug­véla frá flug­vell­in­um í gær­kvöldi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert