Vegagerðin hefur birt drög að tillögu að umhverfismatsáætlun vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá vegamótum Vesturlandsvegar að Hólmsheiði.
Fram kemur í drögunum, að aðlaga þurfi tengingar mislægra vegamóta við Bæjarháls og tengingar við hringtorg við Breiðholtsbraut. Þá þurfi að tvöfalda hringtorg við Norðlingavað og byggja veggöng og aðlaga tengingu við Heiðmörk. Byggð verða mislæg vegamót við Hafravatnsveg.
Tillögudrögin eru m.a. aðgengileg á vef Vegagerðarinnar.