Undirbúa tvöföldun Suðurlandsvegar

Suðurlandsvegur.
Suðurlandsvegur.

Vega­gerðin hef­ur birt drög að til­lögu að um­hverf­is­matsáætl­un vegna tvö­föld­un­ar Suður­lands­veg­ar frá vega­mót­um Vest­ur­lands­veg­ar að Hólms­heiði. 

Fram kem­ur í drög­un­um, að aðlaga þurfi teng­ing­ar mis­lægra vega­móta við Bæj­ar­háls og teng­ing­ar við hring­torg við Breiðholts­braut. Þá þurfi að tvö­falda hring­torg við Norðlinga­vað og byggja veggöng og aðlaga teng­ingu við Heiðmörk. Byggð verða mis­læg vega­mót við Hafra­vatns­veg.

Til­lögu­drög­in eru m.a. aðgengi­leg á vef  Vega­gerðar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert