Flughálka er að myndast víða um land og er fólk beðið um að sýna aðgát og athuga akstursskilyrði áður en lagt er af stað. Snjóþekja er á Sandskeiði og í Þrengslum en hálka er á Hellisheiði. Annars er hálka og hálkublettir víðast hvar.
Á Vesturlandi er hálka og sumstaðar snjóþekja. Flughálka er á Fróðárheiði í Dölum og í Svínadal. Einnig er flughálka víða í uppsveitum Borgarfjarðar.
Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð er þó á Klettsháls en unnið er að mokstri. Flughálka er á Bárðarströnd.
Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja. Á Norðausturlandi er hálka og víða skafrenningur eða einhver éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Mývatnsheiði og í kringum Mývatn.
Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Mývatnsöræfum. Ófært er á Mývatnsöræfum og þæfingsfærð er á Hárekstaðaleið en mokstur stendur yfir. Hálka og skafrenningur er á Fagradal og þæfingsfærð er á Oddskarði en þar er unnið að mokstri.
Á Suðausturlandi er hálka, einhver snjóþekja og krapasnjór. Flughálka er á Mýrdalssandi, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.