Vetrarhátíð í Reykjavík hófst í dag, en hún var sett með formlegum hætti kl. 19 í kvöld. Hátíðin stendur yfir í dag og á morgun. Strax eftir opnun hátíðarinnar Fógetagarðinum var gestum boðið í fortíðarflakk í Grjótaþorpinu. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin.
Með Vetrarhátíð hefst einnig Safnanótt og öll söfn borgarinnar verða opin langt fram á kvöld
Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt. Brúðuleikhúshátíð, Eldriborgarahátíð, harmonikkuball, ljósaganga á Esjuna, tímaflakk í Grjótaþorpinu, Kærleikar, myndlistasýning frístundamálara, danslistasýning JSB, barnatónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins og margt fleira verður í boði fyrir borgarbúa og gesti hennar á Vetrarhátíð.
Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér.