Yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar leystur frá störfum

Heilsugæsla Fjarðabyggðar á Reyðarfirði.
Heilsugæsla Fjarðabyggðar á Reyðarfirði.

Hannes Sigmarsson, yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, var í gær leystur, tímabundið, frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vegna rannsóknar á reikningum frá honum. Hannes er einn fjögurra lækna sem starfað hafa við Heilsugæslu Fjarðabyggðar og hefur hann starfað þar í hartnær áratug.

Í Austurglugganum segir að mál Hannesar hafi verið til skoðunar hjá HSA nokkra hríð og snúi einkum að vinnulagi og kostnaði sem mun hafa verið mjög á skjön við það sem tíðkast annars staðar innan HSA.

Þar er einkum átt við vinnu læknisins utan dagvinnutíma. Þá segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og aðfinnslur hafi læknirinn ekki breytt vinnulagi sínu. Því voru fengnir utanaðkomandi og óháðir aðilar, frá Landlæknisembættinu, lögmaður og endurskoðandi til að fara yfir málið.

Öll gögn er varða vinnu læknisins hafa verið færð á skrifstofu HSA á Egilsstöðum til frekari athugunar.

Vefur Austurgluggans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka