19. mótmælafundurinn á Austurvelli

Frá fundi Radda fólksins á Austurvelli.
Frá fundi Radda fólksins á Austurvelli.

Raddir fólksins standa fyrir 19. mótmælafundi sínum í röð á Austurvelli í dag kl. 15. Sem fyrr er yfirskrift fundarins: „Breiðfylking gegn ástandinu“ en krafan nú er sú að stjórn Seðlabankans víki.

Talsmenn Radda fólksins áttu í víkunni fundi með viðskiptaráðherra, forseta ASÍ og forsætisráðherra þar sem staða Seðlabankans var rædd. Ræðumenn dagsins eru Elísabet Jónsdóttir ellilífeyrisþegi og Ágúst Guðmundsson leikstjóri. Fundarstjóri er Hörður Torfason.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert