Raddir fólksins standa fyrir 19. mótmælafundi sínum í röð á Austurvelli í dag kl. 15. Sem fyrr er yfirskrift fundarins: „Breiðfylking gegn ástandinu“ en krafan nú er sú að stjórn Seðlabankans víki.
Talsmenn Radda fólksins áttu í víkunni fundi með viðskiptaráðherra, forseta ASÍ og forsætisráðherra þar sem staða Seðlabankans var rædd. Ræðumenn dagsins eru Elísabet Jónsdóttir ellilífeyrisþegi og Ágúst Guðmundsson leikstjóri. Fundarstjóri er Hörður Torfason.