Ekki verið samið um framhald

Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra. Valdís Þórðardóttir

Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, segir að ekkert hafi verið ákveðið um framhald stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og VG eftir kosningar. Kom þetta fram í viðtali Ríkisútvarpsins við Össur í hádeginu. Hann segir samstarf flokkanna hafa gengið vel eftir að stjórnin var mynduð en ekki hafi enn farið fram neinir fundir, formlegir eða óformlegir, um framhaldið eftir kosningar.

 Össur segist telja brýnt að næsta ríkisstjórn hafi skýra stefnu í Evrópusambandsmálunum. VG er á móti aðild, Samfylkingin vill aðildarumsókn. Katrín Jakosdóttir, varaformaður VG, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að áhugi sé fyrir því hjá báðum flokkum að halda samstarfinu áfram eftir kosningar sem sennilega verða 25. apríl. En þá þurfi flokkarnir að ná ,,sameiginlegri lendingu" varðandi aðild að Evrópusambandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka