Tekjur af gulldeplu hálfur milljarður

Gulldepla.
Gulldepla.

Alls hefur verið landað um 24 þúsund tonnum af gulldeplu frá áramótum. Útflutningsverðmætið er varlega áætlað ríflega 500 milljónir króna, að sögn Haralds Gíslasonar hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Huginn VE sem fyrstur veiddi gulldeplu að gagni landar hjá Vinnslustöðinni og var fyrirtækið búið að taka á móti um 10.500 tonnum sl. föstudag eða hátt í helmingi aflans. 

Haraldur Gíslason hjá Vinnslustöðinni sagði í gær að lýsið af deplunni væri gott, en mikið væri af salti í mjölinu. Búið væri að efnagreina afurðirnar og ekki væri spurning um að þetta væri góð vara, sem stæðist gæðakröfur. Þó þyrfti hugsanlega að „blanda mjölið niður".

Afurðir fara á hefðbundna markaði eins og í Noregi og Danmörku. Þar eru þær einkum notaðar í fiskeldi. Haraldur sagði að veiðar og vinnsla væru á tilraunastigi og sama mætti í raun segja um sölu afurða.

Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka