Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, telur afar brýnt að kosið verði til stjórnlagaþings samhliða komandi alþingiskosningum. Það tryggi góða þátttöku í kosningunum. Frá þessu var greint í kvöldfréttum fréttastofu RÚV. Að mati Eiríks er hættan sú, verði kosið sérstaklega til stjórnlagaþings, að stjórnmálaflokkarnir muni gera sig mjög gildandi í þeirri kosningabaráttu. Segist hann vera andsnúinn því að flokkarnir hafi of mikil áhrif á það hverjir veljast á þingið og á störf þess.