Hæstiréttur hefur dæmt kylfing til að bera skaðabótaábyrgð á helmingi þess tjóns sem varð þegar hann skaut golfbolta í hægra auga annars kylfings sem var við leik á vellinum. Afleiðingarnar urðu þær að maðurinn skynjar eingöngu ljós með auganu og telst því blindur á því. Telur augnlæknir ólíklegt að maðurinn fái frekari bata.
Atburðurinn varð 16. nóvember 2002 á golfvelli Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Kylfingurinn sem sló var að leika ásamt fleirum á fjórðu braut vallarins en sá sem varð fyrir kúlunni var að leika á þriðju braut.