Kylfingur bótaskyldur

Hæstiréttur hefur dæmt kylfing til að bera skaðabótaábyrgð á helmingi þess tjóns sem varð þegar hann skaut golfbolta í hægra auga annars kylfings sem var við leik á vellinum. Afleiðingarnar urðu þær að maðurinn skynjar eingöngu ljós með auganu og telst því blindur á því. Telur augnlæknir ólíklegt að maðurinn fái frekari bata.

Atburðurinn varð 16. nóvember 2002 á golfvelli Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Kylfingurinn sem sló var að leika ásamt fleirum á fjórðu braut vallarins en sá sem varð fyrir kúlunni var að leika á þriðju braut.

Dómur Hæstaréttar verður tekinn til skoðunar hjá Golfsambandi Íslands, að sögn Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra sambandsins. Að því er hann best veit er þetta fyrsta mál sinnar tegundar sem kemur til kasta Hæstaréttar. Hins vegar hafi mál af þessu tagi komið kasta til dómstóla erlendis.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert