Mótmælaaðgerðir eru nú á Lækjartorgi í Reykjavík en þar berja nokkrir tugir manna slagverk og potta. Kveiktur var eldur á torginu en slökkviliðsmenn slökktu hann. Talsverður viðbúnaður lögreglu er á svæðinu.
Boðað var til mótmælanna með dreifibréfi og var fólk hvatt til að mæta á torginu klukkan 22 í kvöld með eldivið og byltingarandann. Segir í bréfinu, að byltingunni sé ekki lokið og enn hafi ekkert breyst og því séu enn hrópaðar sömu kröfur og áður.