Skattaskjólin misnotuð

Aðalgatan í Road Town, höfuðborg Tortola, þar sem íslensku bankarnir …
Aðalgatan í Road Town, höfuðborg Tortola, þar sem íslensku bankarnir stofnuð mörghundruð félög.

Mörg hundruð eign­ar­halds­fé­lög á Tortola-eyju voru stofnuð af ís­lensk­um aðilum á und­an­förn­um árum. Þorri þess­ara fé­laga var stofnaður í gegn­um dótt­ur­fé­lög bank­anna í Lúx­em­borg og 136 þeirra sóttu um og fengu leyfi til að starfa á Íslandi frá ár­inu 2000.

Viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins segja að lítið skatta­legt hagræði sé að því að halda úti fé­lagi á af­l­ands­eyju á borð við Tortola. Fé­lög­in séu því fyrst og fremst til þess að fela eign­ar­hald eða til að dylja fé og eign­ir sem eitt­hvað at­huga­vert er við hvernig hafi mynd­ast.

Fé­lög­in Ev­erest Equities Ltd. og Holt In­vest­ment Group Ltd., sem bæði eru skráð á Tortola, voru um tíma á meðal 20 stærstu eig­enda í Kaupþingi. Proteus Global Hold­ing S.A., Kargile Port­folio Inc., Peko In­vest­ment Comp­any Ltd., Marcus Capital frá Tortola og Zim­ham Corp og Em­penna­ge Inc. frá Panama voru sömu­leiðis um tíma á meðal 20 stærstu eig­enda Lands­bank­ans, en þar voru eign­ar­hlut­ir geymd­ir inni í þess­um fé­lög­um af bank­an­um sjálf­um sem hluti af kauprétt­ar­kerfi hans. Eng­ar til­kynn­ing­ar um eign­ar­hald þess­ara fé­laga liggja fyr­ir og því var ómögu­legt fyr­ir aðra þátt­tak­end­ur á markaði að gera sér grein fyr­ir hvað bjó að baki þeim.

Björg­vin G. Sig­urðsson, fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra, seg­ir í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins, að aug­ljós þver­brest­ur hafi verið í starfsramma utan um hluta­fé­lög hér­lend­is. „Þess utan er mjög al­var­legt mál hvernig þessi skatta­skjól hafa verið notuð, og í raun mis­notuð, á síðustu árum. Eitt af meg­in­at­riðunum við end­ur­skoðun á þess­um lag­aramma öll­um er að koma í veg fyr­ir að svona geti gerst."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert