Smærri fjármálafyrirtæki sem eiga stórar kröfur á Baug Group munu hugsanlega krefjast þess að kaupsamningi um sölu Haga frá Baugi til Gaums verði rift svo að Baugur geti efnt skuldbindingar sínar gagnvart félögunum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Riftun kaupsamningsins er hins vegar háð mikilli réttaróvissu.
Stjórnendur smærri fjármálafyrirtækja sem eiga kröfur á Baug eru mjög áhyggjufullir yfir því að ekkert fáist greitt upp í kröfurnar.