Trúnaðarmannaráð VR kallað til fundar

Gunnar Páll Pálsson formaður VR.
Gunnar Páll Pálsson formaður VR.

Trúnaðarmannaráð VR hefur verið kallað saman til áríðandi fundar kl. 11 í fyrramálið. Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, tilefni fundarins vera niðurstaða kjörstjórnar fyrr í dag þess efnis að veita framkomu framboði frest til að laga ágalla á framboði. 

Kjörstjórn VR hefur fjallað um álitaefni sem komu upp vegna framlagningar lista 4 stjórnarmanna og 82 trúnaðarráðsmanna við kjör til trúnaðarstarfa hjá VR 2009, sem borinn er fram af Ástu Rut Jónasdóttur o.fl.

Niðurstaða kjörstjórnar er að gefa framboðinu frest til kl. 12 nk. þriðjudag til þess að lagfæra þá ágalla sem á framboðinu eru. „Það felur í sér að fyrir þann tíma verði lagður fram fullgildur framboðslisti með 4 kjörgengum frambjóðendum til stjórnar, 82 kjörgengum frambjóðendum til trúnaðarráðs, sem samtals 300 meðmælendur samþykkja,“ segir í frétt á vef VR. 

„Við ætlum að fara yfir stöðuna og taka afstöðu til þess hvort við séum sátt við það að þeir fái að bæta úr sínum ágöllum,“ segir Gunnar Páll og útilokar ekki að ákvörðun kjörstjórnar verði kærð til miðstjórnar ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka