Vilja hefja loðnuveiðar strax

Á stjórnarfundi Skipstjóra og- stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum í dag var samþykkt að skora á skorar á ríkisstjórn Íslands að láta hefja loðnuveiðar strax. Segir í áskoruninni, að í raun hefðu veiðarnar átt að hefjast fyrir nokkrum vikum.

„Íslenskt þjóðfélag er á hausnum í orðsins fyllstu merkingu og það eina sem ríkisstjórn Íslands hefur hugann við er allt annað en sjávarútvegur.  Fullmönnuð ríkisstjórn af fólki, sem hefur ekki hundsvit á sjávarútvegi, er hneisa fyrir Ísland. Það eru mörg hundruð milljónir að tapast á hverjum degi meðan þið sem stjórnið landinu okkar vitið ekki að sjávarútvegurinn er það eina sem getur bjargað þessari þjóð frá gjaldþroti.  Álver eða tónlistahús gera það ekki.  Hvernig ætlið þið í ríkisstjórninni að bjarga heimilum landsins ef ekki á að nota þetta tækifæri sem felst í veiðum á loðnu?  Tíminn er stuttur sem þið hafið og þá erum við að tala um daga eða jafnvel klukkutíma.  Stjórn Verðanda hvetur ríkisstjórnina til að láta af mannaveiðum og láta hefja loðnuveiðar ekki seinna en á morgun," segir í áskorun félagsins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert