Ákvörðuninni verður snúið við

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. mbl.is/ÞÖK

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra staðfestir í samtali við mbl.is að ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórssonar, um St. Jósefsspítala verði snúið við. „Sjúkrahúsið verður starfrækt áfram sem sjúkrahús. Sú áhersla sem menn ætluðu að leggja á öldrunarþáttinn verður einnig endurskoðuð,“ segir Ögmundur.

„Þetta er skoðað heildrænt með tilliti til heilbrigðisstofnana á suðvesturhorninu. Ég hef átt samræður við fulltrúa Landspítalans og sjúkrahússins í Reykjanesbæ, þar sem ég hef viðrað þá skoðun mína að fulltrúar allra þessara aðila þurfi að stilla saman sína strengi,“ segir Ögmundur og bætir við að á þeim nótum verði málið leyst.

„Við munum ekki einblína á St. Jósefsspítala einan og sér heldur skapa honum hlutverk í þessu samhengi. Og þar verður horft til þeirra verkefna sem sjúkrahúsið er að sinna núna.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert