Bál kveikt á Lækjartorgi

Slökkviliðsmenn slökkva eld sem kveiktur var á Lækjartorgi.
Slökkviliðsmenn slökkva eld sem kveiktur var á Lækjartorgi. mbl.is/Jakob

Hóp­ur fólks kom sam­an á Lækj­ar­torgi í gær­kvöldi og kveikti þar bál­köst. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni hópaðist fólkið sam­an með búsáhöld, flaut­ur og hljóm­flutn­ings­græj­ur og hafði hátt í því skyni að mót­mæla. Þegar mest lét var um hundrað manns á Lækj­ar­torgi um miðnættið, en mót­mæl­un­um var lokið um þrjú leytið í nótt.

Nokkuð er­ilsamt var hjá lög­regl­unni vegna þessa. Skömmu eft­ir að eld­ur­inn hafði verið kveikt­ur kom slökkviliðið á staðinn ásamt hreins­un­ar­deild borg­ar­inn­ar til þess að slökkva bálið og hreinsa til á eft­ir. Fólkið kveikti hins veg­ar ít­rekað bál um leið og búið var að slökkva í og hreinsa. 

Að sögn lög­regl­unn­ar voru tveir menn hand­tekn­ir og hald lagt á bif­reið, sem notuð hafði verið til þess að flytja elds­mat að torg­inu. Ann­ar þeirra sem hand­tek­inn var reynd­ist vera bíl­stjóri bíls­ins, en við hand­tök­una brut­ust út nokk­ur átök sem leiddi til hand­töku hins manns­ins. Þeir eru enn í haldi lög­regl­unn­ar og verða yf­ir­heyrðir í dag. 

Sök­um þessa var nokkuð er­ilsamt hjá lög­regl­unni og segj­ast þeir akki hafa kom­ist í að sinna öðrum verk­efn­um sem skyldi. Þannig var t.d. eng­inn tek­inn vegna ölv­unar­akst­urs í nótt. Fimm minni­hátt­ar lík­ams­árás­ir komu upp víðs veg­ar um borg­ina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert