Eldur á Akranesi

Eldur kom upp í mannlausu húsnæði á Dalbraut á Akranesi á tíunda tímanum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi gekk greiðlega að slökkva eldinn og var reykræst á staðnum í nótt. Að sögn lögreglunnar eru eldsupptök ókunn. Verið er að útbúa nýtt húsnæði fyrir bókasafnið á Akranesi í húsnæðinu þar sem eldurinn kom upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka