Virt og eftirsótt

Matreiðslumaður skoðar íslenskt hráefni fyrir Food and fun keppnina fyrir …
Matreiðslumaður skoðar íslenskt hráefni fyrir Food and fun keppnina fyrir nokkrum árum.

Mat­ar­hátíðin Food and Fun verður hald­in í átt­unda sinn dag­ana 18.-22. mars. Siggi Hall mat­reiðslu­meist­ari sagði að hátíðinni hefði verið seinkað um nokkr­ar vik­ur vegna efna­hags­ástands­ins. Hún hef­ur venju­lega verið hald­in um mánaðamót fe­brú­ar og mars.

„Það vilja all­ir að hátíðin verði hald­in. Hún er orðinn fast­ur viðburður eins og 17. júní og versl­un­ar­manna­helg­in,“ sagði Siggi. Hann hef­ur verið í for­ystu keppn­inn­ar ásamt Bald­vini Jóns­syni frá upp­hafi.

Í ár verður fyr­ir­komu­lagi keppni mat­reiðslu­meist­ara á Food and fun breytt svo­lítið frá fyrri keppn­um. M.a. verður henni sjón­varpað. Siggi seg­ir að keppn­in njóti orðið mik­ill­ar virðing­ar og sé orðin eft­ir­sótt enda al­vöru keppni. Mat­reiðslu­meist­ar­ar vilji gjarn­an hafa þátt­töku í Food and fun á fer­il­skránni. Það hef­ur aukið hróður keppn­inn­ar að norski mat­reiðslu­meist­ar­inn Geir Skeie, sem vann Food and fun í fyrra, sigraði í hinni virtu frönsku mat­reiðslu­keppni Bocu­se d'Or í vet­ur. Sænski mat­reiðslu­meist­ar­inn Jon­as Lund­gren sem varð þar í öðru sæti vann Food and fun-keppn­ina fyr­ir þrem­ur árum. Þá hafa ein­ir fjór­ir dóm­ar­ar í Bocu­se d'Or verið dóm­ar­ar í Food and fun keppn­inni.

„Nú verður meira lagt upp úr al­vöru keppn­inn­ar en við gleym­um ekki „fun-inu“ (skemmt­un­inni). Fjörið verður út um all­an bæ í ýms­um uppá­kom­um og á veit­inga­stöðum,“ sagði Siggi Hall. gudni@mbl.is 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka